Afslöppuð konfrontasjón – Pratyahara

Hvernig fer ég að því að slaka á gagnvart áhrifum?

Hefurðu reynt að sitja bara í smá stund og leyfa huganum að reika, leyfa þeim hugsunum að vera í huga þér sem undir venjulegum kringumstæðum koma þér úr jafnvægi?

Það að vera ekki bundin/n áhrifum nefnist Pratyahara í jóga.

Pratyahara er náttúrulegt ferli og í því felst engin áreynsla. Þú reynir ekki að þvinga 'truflunina' burt úr huga þér, heldur leyfirðu huganum að vera uppteknum af henni eins lengi og hann þarf, á meðan þú fylgist með því sem gerist.

Ef þú reynir að bægja frá óþægilegum hugsunum þá koma þær alltaf til baka. Pratyahara er jógaaðferð sem er aðlöguð vanabundnum viðbrögðum hugans. Hún er nauðsynleg svo að hugurinn geti byrjað að sleppa takinu. Þú hefur sinnt þörfum hugans og þar af leiðandi getur þú byrjað að einbeita þér.

...og hvað með utanaðkomandi áhrif?:

„Lokaðu augunum þar sem þú ert núna og hlustaðu í dálitla stund (1-5 mínútur) á öll hljóðin sem eru í kringum þig. Hlustaðu á þau öll - ekki á eitt hljóð í einu – hlustaðu á þau öll í einu."

Meira um Pratyahara:

The Pyramid and Pratyahara

Kafli 9 Yoga, Tantra and Meditation in Daily Life

>>> Næsta: Slökun í jóga - Yoga Nidra