Haa International Retreat Center
Ferð – Koma – Brottför
Hvar er Haa Retreat Center?
Í Smálöndunum í Suður-Svíþjóð!
Jógasetrið Haa er staðsett rétt hjá þorpinu Hamneda, 25 km frá lestarstöðinni í Älmhult og 125 km frá Helsingborg.
Haa Retreat Center
SE-341 75 Hamneda • Svíþjóð
Tölvupóstfang: [email protected]
Sími: +46 (0)372 55063
Ferðin til Haa
Ef þú kemur beint frá Íslandi er best að fljúga til Kaupmannahafnar (Copenhagen International Airport).
Þú getur tekið lestina frá flugvellinum eða frá miðborg Kaupmannahafnar til Älmhult í Svíþjóð. Älmhult er á járnbrautarsporinu milli Kaupmannahafnar og Stokkhólms (ef þú ert í Svíþjóð, SJ resor, eða Þýskalandi, Deutsche Bahn).
Lestarferðin tekur tvo og hálfan tíma frá Kaupmannahöfn og u.þ.b. tvo tíma frá flugvellinum.
Ef þú kemur með rútunni (Eurolines, Swebus Express) þá er rútubílastöðin í Ljungby nálægust.
Annað hvort sækjum við þig til Älmhult eða Ljungby (20 mínútna keyrsla til Haa) eða þú tekur áætlunarbílinn hingað.
Ef þú kemur á eigin bíl þá tekur það u.þ.b. fimm tíma að keyra frá Stokkhólmi u.þ.b. tvo og hálfan tíma bæði frá Gautaborg og Kaupmannahöfn. Hraðbrautin E4, frárein 78, við þorpið Hamneda. Þegar komið er inn í Hamneda þá kvíslast vegurinn og þá beygirðu til hægri og fylgir Pjätteryd-veginum. Eftir fimm km keyrslu er komið að Haa. Jógasetrið er húsaþyrpingin vinstra megin við veginn u.þ.b. 50 metrum eftir skiltið Hå.
Komu- og brottfarartími
Aðlagaðu ferðaáætlun þína að upphafs- og lokatíma námskeiðsins:
Löngu námskeiðin (10-daga eða meir) hefjast að kvöldi komudags. Haa-setrið er opið frá kl. 16.00 en mæting er í síðasta lagi kl. 18.
Þessum námskeiðum lýkur kl. 13.00 brottfarardaginn.
Helgar- og 5-daga-námskeiðin byrja kl. 17.30 komudaginn. En mæting er eigi síðar en kl. 17.20 í Haa og lýkur námskeiðunum kl. 16.30 á brottfarardegi.
Skráðu þig bara á námskeiðið ef þú getur verið allt námskeiðið þar sem mikilvæg fyrirmæli eru gefin í lok námskeiðsins.
Hafðu samband fyrir frekari ferðaupplýsingar.
