Velkomin/n!

Hjá okkur lærir þú eingöngu það upprunalega og ekta - við kennum engar nýjar jógategundir.

Í meira en fjóra áratugi höfum við verið frumkvöðlar í klassísku hatha jóga og í djúpslökun og hugleiðslu úr hinni aldagömlu tantrísku hefð.

Kennsla okkar veitir það sem margir eru að sækjast eftir í jóga:

Áhrifaríka streitumeðferð - skýra hugsun -  andlegan styrk  -  stöðuga orku - og djúpa innri ró.

Haa Retreat Center

Á alþjóðlega jógasetrinu okkar í Smálöndunum í Suður-Svíþjóð lærir þú hugleiðslu og jóga við einstakar aðstæður. Hér höldum við hnitmiðuð og innihaldsrík námskeið. Í boði eru helgarnámskeið, 5-, 10- og 14-daganámskeið og hið árlega 3-mánaða sadhana-námskeið.

Á Íslandi

Við höfum haldið mörg jóga- og hugleiðslunámskeið á Íslandi í gegnum tíðina.
Það fyrsta var haldið árið 1985.

Greinasafn

um jóga, tantra og hugleiðslu

 Jógakennaranám

Skandinavíski yoga- og hugleiðsluskólinn er einn af fáum jógaskólum heims sem býður upp á 4-6 ára fullt jóga- og hugleiðslunám. Kennarar okkar gangast undir umfangsmikla og djúpa þjálfun á jógasetrinu Haa Retreat Center.