Önduræfingar í jóga – Pranayama

Öll þekkjum við vöðvaspennu. Eins getur myndast spennuástand í öndun okkar. Öndunin verður óregluleg, við bregðumst stundum ómeðvitað við og þegar það er orðið að vana tökum við ekki lengur eftir því. Í vöðvum líkamans og í öndunarferlinu situr sú lífsreynsla sem hefur sett spor sitt í undirmeðvitundina.

„Lokaðu fyrst hægri nös með þumalfingri og andaðu inn um þá vinstri, alveg inn, lokaðu svo vinstri nös með baugfingri, opnaðu hægri og andaðu út, andaðu síðan inn um hægri nös aftur og út um vinstri. Fimm umferðir
Andaðu hægt, djúpt og hljóðlaust án þess að taka hlé á milli umferðanna.
Þetta er byrjunarstigið í víxlöndun, Nadi Shodhana.

Það geta myndast stíflur og hindranir í orkubrautum líkamans. Þessar hömlur sljóvga skynfærin og hindra skýra hugsun og ríkt tilfinningalíf. Ef orkudreifingin um líkamann er í ólagi þá finnum við fyrir orkuleysi.

Þegar við stundum öndunaræfingar (pranayama) reglulega getum við smám saman losað um spennur og hömlur og það gerir það að verkum að við getum tekist á við verkefni eða vandamál sem við áður stóðum magnlaus og ráðþrota gagnvart. Við öðlumst kraft sem getur komið okkur út úr þunglyndi og kvíða.

„Manneskja með mikla útgeislun” segjum við. Tungumálið sýnir okkur að það fjallar um orku; um að hafa sterka nærveru, að þurfa hvorki að gera lítið eða mikið úr sér, að vera skapandi og móttækileg, um hæfileikann að upplifa og miðla.

Öndunaræfingarnar í jóga gera okkur kleift að uppgötva orku okkar og ná tökum á henni og stýra henni. Þetta er merking orðsins Pranayama og tilgangur þessara æfinga.

Meira um öndunaræfingar í jóga:

Margar fróðlegar greinar um Pranayama í Lestrarsalnum

Meðal annars:

Að halda andanum meðvitað: Why hold the breath?

Víxlöndun og áhrif hennar á heilann: Nadi Shodana’s influence on the brain

Hugleiðslan Uppspretta orkunnar: The Source of Energy

Sálræn orka: Psychic Energy

>> Næsta: Múdrur – orkumyndir – jógaferli