Múdrur - orkumyndir - jógaferli

Lokaðu hliðunum níu og hvíldu í innri geim líkamans –
upplifðu: Ég er í líkama mínum, fullkomlega..."

Er hægt að losna við nefstíflu eða höfuðverk með því að einbeita sér að ákveðnum stað í líkamanum? Er hægt að nota viljakraftinn eða sérstaka múdru til að losa magann við streitu- og kvíðatilfinningu?

Aðferðirnar í þessum hluta jóga nefnast múdrur (viðhorf, stellingar, innsigli) og lásar (á sanskrít mudra og bandha). Til að fá sem mest út úr þeim er gott að hafa stundað jógastöður og öndunaræfingar um tíma. Öndunaræfingarnar gera það að verkum að þú kynnist orku þinni og getur farið að hafa áhrif á hana. Með múdrum og lásum kemstu lengra. Aðferðirnar hjálpa þér að losna við yfir- og undirspennur, að endurskapa grundvallarorkumynd þína, í líkamanum og umhverfis hann, með því að dreifa orkunni jafnt um líkamann. Líkaminn fær þannig aftur sitt ákjósanlega orkuástand. Það hefur áhrif á hugarástand þitt og atorku.

Múdrurnar eru margar en lásarnir aðeins þrír. Í Yoni mudra, „eins og að vera í móðurkviði" (sjá mynd að ofan), lokar þú níu hliðum líkamans og upplifir hvíldarástand – og þú ert eitt með líkamanum. Að hafa áhrif á líkamsástandið á þennan hátt vísar leiðir þig í hugarró.

Jógaaðferðirnar hafa djúp áhrif og það gerist stig af stigi, hægt og rólega, því jóga lýtur að lögmálum líkama og huga.

Þegar þú stundar jóga daglega þarftu ekki á örvandi eða dempandi efnum, líkamsræktartækjum og svipaðri utanaðkomandi "aðstoð" að halda.

Þú þarft bara þig sjálfa/n til að geta iðkað jóga. Líkami og hugur fá tækifæri til að komast í jafnvægi.

Lesefni: Yoga, Tantra and Meditation in Daily Life by Swami Janakananda

>>> Næsta: Afslöppuð konfrontasjón, jógaaðferð - Pratyahara