Jógastöður – Asana

Margar jógastöður, asana, eru nefndar eftir dýrum. Þær lýsa því hvernig dýrin teygja sig og hvíla, hvernig þau halda líkamanum sveigjanlegum og hraustum.

Staðan á myndinni að ofan heitir Trúðurinn. Það er auðvelt að læra hana með réttri leiðsögn. Trúðurinn er jafnvægisstaða og góður undirbúningur fyrir höfuðstöðu.

Í jóga eru allir líkamshlutar teknir fyrir. Sérhver jógastaða gegnir sínu hlutverki og hefur sín sérstöku áhrif. Léttar æfingar sem bara eftir stutta þjálfun veita vellíðan og áhrifaríkari æfingar og stöður.

Regluleg jógaiðkun kemur í veg fyrir stirðleika og örvar blóðstreymi líkamans. Hún örvar starfsemi líffæra og innkirtla og styrkir taugakerfi, hjarta og þarma.

Kötturinn teygir úr sér af eðlishvöt. Í jóga lærum við að gera það meðvitað. Reynslan sem jóga gefur hvetur okkur áfram og við iðkum það sem við uppgötvum að hefur jákvæð áhrif á líf okkar.

Margar áhugaverðar greinar um Asana, jógastöður og æfingar í Lestrarsalnum

Meðal annars: Herðastaða, Shoulderstand / Sarvangasana

>> Næsta: Öndunaræfingar í jóga