Námskeið í jóga, slökun og hugleiðslu

Skandinavíski yoga og hugleiðsluskólinn er elsti jóga- og hugleiðsluskólinn í Norður-Evrópu - með nánasta sambandið við hina upprunalegu hefð, þekkingu og reynslu. Skólinn var stofnaður af Swami Janakananda árið 1970 og skólarnir eru nú víðs vegar um Evrópu og á Alþjóðlega námskeiðasetrinu Haa í Suður-Svíþjóð.
Við fjöldaframleiðum ekki "jógaþjálfara" heldur bjóðum við upp á viðamikið og djúpristandi yoga- og hugleiðslukennaranám.

Jóga og hugleiðsla koma þér að góðu í önnum dagsins. Þú getur bætt heilsufarið og losað um streitu – aukið einbeitinguna og sköpunargleðina. Eða haldið lengra og kannað æ dýpri áhrif og þá nánast takmarkalausu möguleika sem búa í yoga. Smelltu á: Jóga- og hugleiðslukerfið - stutt og greinagóð kynning

Swami Janakananda og Swami Ma Sita á Íslandi

Swami Janakananda

Námskeið hafa verið haldin á Íslandi á vegum Skandinavíska yoga og hugleiðsluskólans með nokkurra ára millibili síðan 1985.

Hálfsdags-, helgar- og fimm daga námskeið í jóga og hugleiðslu- og þarmaskolunarnámskeið.

Á Akureyri og í Reykjavík.

Leiðbeinendur á þessum námskeiðum hafa verið Swami Janakananda og Swami Ma Sita Savitri.

Nánari upplýsingar um námskeið á Íslandi

Áhugavert um jóga, tantra og hugleiðslu

Bindu 27

Tímaritið Bindu býður upp á fjölda greina um jóga og hugleiðslu. Þú getur lesið þær hér á vefnum á ensku, dönsku, sænsku eða þýsku.

Gjörðu svo vel:
Bindu, "tímaritið um yoga, tantra og hugleiðslu"

Haa International Retreat Center

Viltu læra meira ...
Viltu fara dýpra...
í jóga og hugleiðslu?

Skráning á retreat

Hvernig væri þá að fara í endurnærandi jógafrí til Svíþjóðar? Haa er staðsett í Smálensku sveitasælunni, umlykt skógi, ökrum og vatni. Tveggja tíma lestarferð frá Kaupmannahöfn.

Hér er stundað jóga, öndunaræfingar, djúpslökun og hugleiðsla við ákjósanlegustu aðstæður. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Við kennum á ensku.

Yoga retreat

Lengd: Helgi, 5-,10- og 14-dagar eða þrír mánuðir, 2016 - 2017.

Ítarlegar upplýsingar - Námskeiðayfirlit, verð og skráning

2017:
Hið árlega 3-mánaða Sadhana námskeið

Jóga- og hugleiðslukennaranámið

Jógakennaranám okkar er einstakt í sinni röð. Það er fjögurra ára fullt nám við ashram*aðstæður og það þarf tveggja ára viðbótarnám til að verða hugleiðslukennari.

Djúp sjálfsþekking er nauðsynleg til að geta unnið með fólk á árangursríkan hátt. Þess vegna er jógakennaranámið okkar viðamikið.

Námið og þjálfunin byggist á mannlegum samskiptum og samvinnu - og á eigin jóga- og hugleiðsluástundun. Þeir sem velja þetta nám, búa á skólanum og eru með í ashramlífinu heilhuga á meðan á þjálfuninni stendur.

Til að geta hafið námið þarf maður að hafa lokið þátttöku í 3-mánaða sadhana**námskeiðinu á Haa International Course Center. Ef maður hefur áhuga á, eftir 3-mánaðanámskeiðið, að fá gagngera jógakennaraþjálfun, þá byrjar námið venjulega á Haa-setrinu. Jógakennaranemahópurinn er oft alþjóðlegur svo það er kennt á ensku ef þörf er á. Að loknu námi veitum við viðurkenningarskjal.

Aðeins þeir jógaskólar sem eru með á þessum vef eru viðurkenndir af okkur - í samræmi við þá stefnu sem við höfum varðandi kynningu, jógakennaranám og kennslu.

Ítarlegar upplýsingar:Hafðu samband eða smelltu á Jóga- og hugleiðslukennaraþjálfunin

*ashram = "andlegt verkstæði"
**sadhana = "það sem færir þig nær markmiði mannlegs lífs", "andleg iðkun"

Hluti af gluggarúðu í Skandinavisk Yoga og Meditartionsskole, Købmagergade 65 í Kaupmanahöfn. Hannað af Bjarke, Skandinavisk Yoga og Meditasjonskole, Bergen.

Flestar myndirnar á þessum vef eru teknar af jógakennurunum á Skandinavíska yoga og hugleiðsluskólanum.

Styttu þér leið:

Námskeið í Haa

Fólk kemur úr öllum heimshornum til að taka þátt í jóga- og hugleiðslunámskeiðunum hér á International Haa Course Center

HVAR ER alþjóðlega jógasetrið og hvernig kemst ég þangað?

Stutt KYNNING á Haa-setrinu

Námskeið Á NÆSTUNNI, verð og skráning:

á ENSKU - á DÖNSKU

Myndir frá Haa:

Sarvangasana Tratak - concentration practice
Leiðbeiningar fyrir farsíma

Þú færð aðgang að aðalvalmyndinni með því að smella á táknið „3 línur“, efst til hægri á skjánum.

Undirvalmynd hverrar valmyndar undir aðalvalmyndinni verður sýnileg þegar þú smellir á táknið „3 punktar og línur“, efst til vinstri á skjánum.