Hugleiðsla – Dhyana

Hugleiðsla byggir á vitund, athygli, slökun og innri kyrrð. Hæfileikinn til að geta fylgst með starfsemi hugans er byrjunin. Þú leyfir þér að upplifa allt sem hugur þinn þarf að láta í ljós og svo sleppirðu takinu á því.

Þetta gerist ekki bara af sjálfu sér eða eins og eitthvað kraftaverk, heldur er það undir því komið að þú notir ákveðnar aðferðir.

Hugleiðsluaðferðirnar í jóga styðja hverja aðra. Í einni þeirra vinnurðu með öndunina og lífsorkuna en í annarri aðferð vinnurðu meðvitað með að styrkja hina hlutlausu athygli.

Þú bælir ekkert, þú reynir ekki að þagga niður í huganum. Með því að slaka á og fara dýpra, losarðu um þær spennur sem þú mætir. Að lokum er ekkert í huga þér sem grípur þig; þú upplifir að þú ert eitt með vitund þinni.

Margar spennandi greinar um hugleiðslu í Lestrarsalnum

Meðal annars:

Inner Silence and Tantra

The Source of Energy and Kriya Yoga

Annað lesefni: Yoga, Tantra and Meditation in Daily Life

Viltu læra hugleiðslu á retreat-námskeiði? Velkomin/n til Haa Retreat Center!