Einbeiting – Dharana

Maður getur verið niðursokkinn í sjálfkrafa einbeitingu. En einbeiting er líka hæfileiki sem á að vera fyrir hendi þegar þú þarfnast hennar. Hægt er að þjálfa einbeitingarhæfileikann með sér. Konan á myndinni er ekki bara að horfa á kertaljós.

 

Einbeiting (Dharana) krefst engrar áreynslu. Einbeitingarástandið byggir á slökun og að geta verið nokkurn veginn óháður innri- og utanaðkomandi áhrifum. Líkami þinn og hugur eiga ekki að geta truflað þig. Þennan hæfileika öðlast þú óbeint með því að iðka jógastöður, öndunaræfingar og Pratyahara. Það fjarlægir það sem hindrar einbeitinguna.

Tratak (sem þýðir: "Að horfa einbeitt") er ferli nokkurra aðferða. Þegar þú hefur komið þér fyrir með augun lokuð notarðu aðferðir til að leiða líkama og huga inn í dýpra og opnara ástand þangað til að þú ert tilbúin/n að opna augun og beina athyglinni að einum punkti, að loganum. Eftir að hafa einbeitt þér að loganum, þjálfarðu hæfileikann til að halda einni hugsun eða mynd í huga þér.

Að styrkja einbeitingarhæfnina með Tratak-ferlinu er góður undirbúningur fyrir hugleiðslu.

Tratak er ein af mörgum einbeitingaraðferðum í jóga.
Það þjálfar augun, veitir þeim orku og slökun og bætir þar með sjónina. Einnig að geta séð fyrir sér hluti. Heilinn sætir óbeint áhrifum, því augnhreyfingarnar stöðvast meðan þú horfir í logann, heilinn slakar á.

Lesefni: Yoga, Tantra and Meditation in Daily Life

>>> Næsta: Hugleiðsla - Dhyana