Hvar er Haa Retreat Center?

Í Smálöndunum, syðst í Svíþjóð!

Yogasetrið Haa er staðsett milli bæjanna Ljungby og Älmhult. Rétt hjá þorpinu Hamneda, 125 km frá Helsingborg.

• Ef þú kemur beint frá Íslandi er best að fljúga til Kaupmannahafnar (Kastrup).

• Þú getur tekið lestina (SJ resor) frá Kastrupflugvellinum eða frá miðborg Kaupmannahafnar til Älmhult í Svíþjóð. Älmhult er á járnbrautarsporinu milli Kaupmannahafnar og Stokkhólms (ef þú ert í Svíþjóð SJ resor , eða Þýskalandi Deutsche Bahn ).

• Lestarferðin tekur 2½ tíma frá Kaupmannahöfn og u.þ.b. 2 tíma frá Kastrup.

• Ef þú kemur með rútunni (Eurolines , Swebus Express ) þá er rútubílastöðin Ljungby nálægust.

• Annað hvort sækjum við þig til Älmhult eða Ljungby (20 mínútna keyrsla til Haa) eða þú tekur áætlunarbílinn hingað.

• Ef þú kemur hingað í eigin bíl þá tekur það u.þ.b. 5 tíma að keyra frá Stokkhólmi, u.þ.b. 2½ tíma frá Gautaborg og 2½ tíma frá Kaupmannahöfn. Hraðbrautin E4, frárein 78, við þorpið Hamneda. Þegar komið er inn í Hamneda þá kvíslast vegurinn og beygt er til hægri, og Pjätteryd-veginum fylgt. Eftir u.þ.b. 5 km keyrslu er komið að Haa. Jógasetrið er húsaþyrpingin vinstra megin við veginn.

• Skoðaðu kortin af Suður-Svíþjóð og Haa neðst á þessari síðu.

• Ef þú kemur hingað frá Bretlandi þá er ódýrast að fljúga til Malmö (Sturup) (RyanAir ) og það tekur tvo tíma með lest frá Malmö til Älmhult.

Aðlagaðu ferðaáætlun þína að komutíma og lok námskeiðsins:

Löngu námskeiðin (10 daga eða meir) hefjast að kvöldi komudags. Haa-setrið er opið frá kl. 16.00, en vertu komin/n þangað seinast kl. 18.
Þessum námskeiðum lýkur kl. 13.00 brottfarardaginn.

Helgarnámskeiðin byrja kl. 17.30 á föstudegi. En vertu komin/n til Haa seinast kl 17.20. Helgarnámskeiðinu lýkur kl. 16.30 á sunnudeginum.

Mikilvæg fyrirmæli eru gefin í lok námskeiðsins. Skráðu þig bara ef þú getur verið hér allan námskeiðstímann!

Vinsamlegast hafðu samband ef þú þarfnast frekari ferðaupplýsinga.

Haa International Retreat Center og þorpið Haa

Athvarf til jóga- og hugleiðsluiðkunar

Main House from the air "River House" "Hill House" Haa Course Center seen from a field in the morning The "Main House" entrance and the "Long House" winter night

Kort af Suður-Svíþjóð og Haa

Map of Southern Sweden

>>> Næsta: "Velkomin/n" á ENSKU - á DÖNSKU

Leiðbeiningar fyrir farsíma

Þú færð aðgang að aðalvalmyndinni með því að smella á táknið „3 línur“, efst til hægri á skjánum.

Undirvalmynd hverrar valmyndar undir aðalvalmyndinni verður sýnileg þegar þú smellir á táknið „3 punktar og línur“, efst til vinstri á skjánum.