Námskeið í jóga og hugleiðslu

Á alþjóðlega yogasetrinu Haa í Suður-Svíþjóð höfum við haldið námskeið í hugleiðslu og jóga síðan 1972

Námskeið allt árið

Við höldum mörg 10- og 14-daga námskeið á tímabilinu maí - janúar, með djúpristandi kennslu í klassísku jóga og tantrískri slökun og hugleiðslu. Sjá námskeiðayfirlitið
Á ENSKU: Retreats and enrolment
Á DÖNSKU: Kurser og tilmelding

Helgarnámskeið

Sjá nánari upplýsingar
Á DÖNSKU: Weekender i Haa
Á SÆNSKU: Helgkurser i Haa

3-mánaða Sadhana-námskeið frá janúar til apríl

3-mánaða Sadhana-námskeiðið er spennandi og ummyndandi ferli sem byggist á reynslu okkar og þekkingu á áhrifaríkustu aðferðunum í yoga; m.a. Kriya Yoga, Innri Kyrrð, Chidakash Dharana, Prana Vidya og Chaya Upasana.

Swami Janakananda og Swami Ma Sita Savitri kenna u.þ.b. 30 þátttakendum frá flestum heimshornum á hinu árlega 3-mánaða námskeiði frá janúar til apríl. Sjá nánar
Á ENSKU: The 3-month course
Á DÖNSKU: 3-månederskurset

Haa Retreat Center er fyrir þá sem vilja njóta kraftsins í hinu upprunalega tantríska yoga- og hugleiðslukerfi.

Þátttakendurnir koma hingað hvaðanæva úr heiminum, til að uppgötva sjálfa sig og þá möguleika sem með þeim búa, við bestu hugsanlegu aðstæður.

Námskeiðin á yogasetrinu eru flest haldin á ensku og þau eru einstök hvað varðar innihald og dýpt.

Smelltu á: Ferðalýsing - Hvar erum við?

Hægt er að koma á flest af námskeiðunum okkar án nokkurrar jógareynslu. En lestu vinsamlegast allar upplýsingarnar um alþjóðlegu námskeiðin á Haa-setrinu áður en þú skráir þig.

Til að geta tekið þátt í einsmánaða sumarnámskeiðinu í Kriya Yoga og í 10-daga námskeiðinu í Prana Vidya , er skilyrði að hafa áður verið á 10- eða 14-daga námskeiði og að hafa stundað reglulega Ajapa Japa (eða Kriya Yoga) heima í minnst sex mánuði. Chakra-helgin er líka framhaldsnámskeið.

Smelltu á tenglana hér að neðan eða farðu yfir á valmyndina lengst uppi til vinstri til að lesa meira um námskeiðin.
Á ENSKU: Welcome to a retreat!
Á DÖNSKU: Velkommen på kursus!

At the River View By the lake Meditation in the yoga hall Walking Yoni Mudra Winter joy Riding the Horse
Leiðbeiningar fyrir farsíma

Þú færð aðgang að aðalvalmyndinni með því að smella á táknið „3 línur“, efst til hægri á skjánum.

Undirvalmynd hverrar valmyndar undir aðalvalmyndinni verður sýnileg þegar þú smellir á táknið „3 punktar og línur“, efst til vinstri á skjánum.